1 Markmið
Markmið jafnlaunastefnu er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Stöðugt skal unnið að því að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun, sé hann til staðar. Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna félagsins.
2 Ábyrgð
Framkvæmdastjórn félagsins ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi þess standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu, viðhaldi, eftirliti, viðbrögðum og stöðugum umbótum jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012 ásamt mannauðsstjóra sem ber ábyrgð á að framfylgja jafnlaunastefnu fyrirtækisins. Yfirmenn fyritækisins fara í þjálfun og símenntun árlega til þess að geta stofnað starfsfólk í rétta starfa- og launaflokka, gerð ráðningasamninga sem og í því að fara mánaðalega yfir vinnustundir og það starfsfólk sem er á launaskrá og loka þeim sem eru hættir störfum.
Stjórnendur bera ábyrgð á að starfað sé samkvæmt stefnunni og að framfylgja verklagsreglum sem að henni lúta. Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólk.
3 Stefna
Jafnlaunastefna KFC leggur áherslu á hvernig fyrirtækið gætir jafnréttis í ákvörðunum er snúa að launum og að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu fyrirtækisins skuldbindur KFC sig til að
• Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
• Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega, fara yfir starfa- og launaflokka.
• Greiða laun og hlunnindi í samræmi við kröfur starfa, ábyrgð og hæfni.
• Jafnlaunaviðmið séu málefnaleg og feli ekki í sér beina né óbeina mismunun.
• Allar launaákvarðanir séu gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar, rekjanlegar og í samræmi við jafnlaunakerfi fyrirtækisins.
• Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
• Árlega fari fram launagreining, innri úttekt og rýni stjórnenda.
• Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
• Birta stefnuna á vefsíðu fyrirtækisins og kynna hana öllu starfsfólki.
• Kynna árlega niðurstöðu jafnlaunagreiningar fyrir starfsfólki félagsins.
Jafnlaunastefna KFC er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins og er rýnd eftir þörfum.